Borgarholtsbraut og Urðarbraut lokuð vegna malbiksframkvæmda

Lokun og hjáleið
Lokun og hjáleið

Mánudaginn 11. september milli kl. 11:30 og 15:30 verða gatnamótin á Borgarholtsbraut og Urðarbraut lokuð vegna malbiksframkvæmda. Hjáleiðir eru um Kópavogsbraut og Kársnesbraut. Ökumenn eru beðnir um að virða merkingar og nýta hjáleiðir á meðan framkvæmdum stendur. Umferð gangandi og hjólandi helst óskert en sýna þarf aðgát þar sem farið er um í nágrenni við vinnuvélar. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem af þessu kann að hljótast.

Gatnamót Borgarholts -og Urðarbrautar lokuð