Dreifingaráætlun um tunnuskipti í Kópavogi

Tunnuskipti hefjast 22.maí.
Tunnuskipti hefjast 22.maí.

Tunnuskipti í tengslum við nýtt flokkunarkerfi á sorpi hefjast 22.maí í Kópavogi. Byrjað verður á tveimur stöðum í bænum, Hjöllum og Álfaheiði annars vegar og Hvörfum og Þingum hins vegar.

Vika er áætlaður tími tunnuskipta á hverju svæði í bænum og má nálgast upplýsingar um dreifingaráætlun á vef Kópavogsbæjar.

Athugið að um áætlun er að ræða og verður hún uppfærð jafnóðum, eftir því sem kostur er.

Í Kópavogi verður bláa tunnan að pappatunnu og gráa tunnan að plasttunnu. Tunnurnar verða merktar á ný þegar tunnuskipti hefjast. Þá verður bætt við tvískiptri tunnu fyrir lífrænan úrgang og almennan úrgang.

Þegar tunnum verður dreift fá íbúar litla körfu til að hafa inni fyrir lífrænan úrgang og pappírspoka til að setja í körfuna. Pappírspokarnir fara í tvískiptu tunnuna.

Meira um tunnuskipti og dreifingaráætlun í Kópavogi.

Nánar um nýtt flokkunarkerfi.