Lokun á Vatnsendavegi 23. ágúst

Vatnsendavegur lokaður miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:00 - 00:30.
Vatnsendavegur lokaður miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:00 - 00:30.

Miðvikudaginn 23. ágúst frá kl. 18:30 til 00:30 er áætlað að loka Vatnsendavegi ef veður leyfir á milli hringtorga Breiða-/Álfkonuhvarfs og Akurhvarfs/Elliðahvammsvegar vegna malbikunar.

Frá kl. 18:30 til um það bil 22:00 verður allur götuleggurinn lokaður að hringtorgi við Breiða-/Álfkonuhvarf meðtöldu. Engar hjáleiðir fram hjá framkvæmdasvæðinu eru í boði og þurfa vegfarendur að fara um Breiðholtsbraut, Reykjanesbraut og Arnarnesveg á meðan lokun stendur.

Aðkoma að hverfinu neðan Vatnsendavegar verður um bráðabirgðahjáleið á milli Fornahvarfs og Grandahvarfs og tengist Vatnsendavegi á hringtorgi við Akurhvarf. Aðkoma að Álfkonuhvarfi verður um bráðabirgðahjáleið á milli Álfkonuhvarfs og Akrahvarfs og tengist Vatnsendavegi á hringtorgi við Akurhvarf.

 

Áætlað er að hægt sé opna hringtorgið um kl. 22:00 en Vatnsendavegur á milli hringtorga mun vera lokaður til um það bil 00:30. Þegar hringtorgið opnast um hringorgið við Breiðahvarf/Álfkonuhvarf kl. 22:00 verður hægt að nota bráðabirgðahjáleið á milli Álfkonuhvarfs og Akrahvarfs fyrir umferð á leið suður frá Vatnsendahvarfi en lokað verður fyrir gegnumstreymisumferð til norðurs að Vatnsendahvarfi og þurfa vegfarendur á þeirri leið að aka um Reykjanesbraut og Breiðholtsbraut í staðinn. Framkvæmdirnar hafa engin áhrif á gangandi eða hjólandi umferð á göngu- og hjólastígum meðfram Vatnsendavegi.

 

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru ökumenn beðnir um að sýna tillitssemi og virða merkingar.