Á næstu dögum munu hefjast framkvæmdir á Digranesvegi framan við Menntaskólann í Kópavogi sem miðast að því að bæta aðstöðu þeirra sem nota strætó auk þess að auka umferðaröryggi og lækka umferðarhraða. Ákall hefur verið eftir aðgerðum við að bregðast við of hröðum akstri á Digranesvegi auk þess að kallað hefur verið eftir að bæta aðbúnað strætófarþega sem fara til og frá menntaskólanum.
Aðgerðirnar felast í því að strætóskýli við MK verður endurnýjað og fært lítið eitt til vesturs. Sett verður upp strætóskýli sunnan götunnar milli húsa nr. 48 og 50. útbúin verður upphækkuð og upplýst gönguþverun og miðeyjar til að koma í veg fyrir framúrakstur þegar strætó er stopp við biðskýlin. Því miður er þessi aðgerð án fórna þar sem bílastæði í götu framan við hús nr. 48 og 50 leggjast af við þessar breytingar. Áætluð lok framkvæmda er í lok nóvember.
Búast má við einhverju raski, sérstaklega fyrir íbúa í húsum 46, 48 og 50 en reynt verður eftir fremsta megni að lágmarka óþægindin eins og kostur er.
Þessi framkvæmd er sú fyrsta í röð breytinga á Digranesvegi sem miða að því að bæta öryggi vegfarenda og stemma stigu við hraðakstri. Næsta sumar er áætlað að fara í aðgerðir við Bröttubrekku, Meltröð, Grænutungu og framan við Kópavogsskóla.

