Fyrri áfanga að ljúka við endurnýjun stofnæðar hitaveitu um Kópavogsháls

Framkvæmdum Veitna á fyrri áfanga við endurnýjun stofnæðar hitaveitu um Kópavogsháls er að ljúka og í kjölfarið tekur Kópavogsbær og Betri samgöngur við framkvæmdasvæðinu og leggur endurbættan göngu- og hjólastíg þar sem umferð hjólandi verður aðgreind frá umferð gangandi vegfarenda. Jafnframt verða stígamót og áningarstaður við Kópavogstún endurbætt. Hjáleiðir eru þær sömu og við framkvæmdir Veitna eða um stíg um sunnanvert Kársnes og eftir Kópavogstún og Kópavogsbraut. Verklok eru áætluð í lok október 2025. Á næsta ári mun Veitur halda áfram að endurnýja hitaveitulögn milli Kópavogsbrautar og Borgarholtsbrautar og Kópavogsbær í kjölfarið endurnýja göngu- og hjólastíga.