Myndin sýnir framkvæmdasvæði.
Kópavogsbær vinnur nú að færslu á hafnarkanti á 80 m kafla við smábátahöfnina til að skapa rými fyrir göngu- og hjólaleið meðfram smábátahöfninni eins og gildandi deiliskipulag gerir ráð fyrir.
Kanturinn verður m.a. byggður upp með 10-15 gráðu halla úr núverandi grjótfláa með tilfærslu á efni ásamt viðbótarefni í bakfyllingu.
Fyrirhugað er að framkvæmdum ljúki núna í júní en malbikað verður seinna.
Hjáleiðir verða merktar á svæðinu um Bakkabraut 4.
Skoða framkvæmd nánar