Ljósleysið við Álfhólsveg og Nýbýlaveg

Vegna bilunar í jarðstreng hefur verið ljósleysi á götuljósum á hluta Álfhólsvegar, Bjarnhólastígs, Digranesheiðar, Hátraðar og Víghólastígs. Sökum tíðarfars og frost í jörð hefur gengið erfiðlega að finna hvar bilunin liggur og er þörf á sérhæfðum mælitækjum til að staðsetja bilunina nákvæmlega svo hægt sé að lágmarka jarðraskið sem af viðgerðinni hlýst. Af sömu ástæðum hefur verið ljósleysi á hluta Nýbýlavegar, Efstahjalla, Grænahjalla, Litlahjalla, Rauðahjalla og Stórahjalla.

Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem bilunin hefur valdið íbúum og vegfarendum