Lokun vegna framkvæmda við Álfhólfsveg
Lokað er fyrir umferð um Álfhólsveg milli Skólatraðar og Meltraðar vegna bilunar og graftar fyrir lögnum.
Lokunin mun taka gildi á morgun miðvikudaginn 23.08.2023 kl. 09.00 og mun standa til fimmtudagsins 24.08.23 kl. 18.00.
Hjáleið til vesturs verður um húsagötu Álfhólsvegar 15 – 43 en til austurs gegnum Skólatröð, Háveg og Meltröð.
