Miðvikudaginn 18. júní frá kl. 9:00 til 16:00 er áformað að malbika Austurkór milli Vatnsendavegar og hringtorgs við Austurkór auk helmings á hringtorgi á Vatnsendavegi við Austurkór ef veður leyfir. Lokanir verða Vatnsendavegi við Tröllakór og á Elliðavatnsvegi auk á milli hringtorga á Vatnsendavegi og Austurkór. Hjáleiðir verða um bráðabirgðaleiðir milli Austurkór 35 og Elliðavatnsvegar og um hesthúsasvæði Spretts, Garðabæjar megin. Einnig verður hægt að fara umhverfis framkvæmdasvæði á hringtorgi við Aflakór á bráðabirgðahjáleið. Mikilvægt er að ökumenn hagi akstri sínum á hjáleiðunum í samræmi við aðstæður og sýni fulla tillitssemi gagnvart öðrum vegfarendum sem þar gætu farið um. Gangandi og hjólandi þurfa að vera viðbúnir að ökutæki munu þurfa að fara um gönguleið og sýni fulla aðgát.
Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem framkvæmdirnar kunna að valda og eru allir vegfarendur óháð fararmáta beðnir um að sýna tillitssemi, halda hraða í hófi og virða merkingar.
