Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar

Slökkt verður á umferðarljósum á gatnamótum Fífuhvammsvegar og Dalvegar í kvöld, 02. september, vegna vinnu við endurnýjun umferðarljósabúnaðar.

Stefnt er að því að slökkva á umferðarljósunum kl. 22:00 og verða þau óvirk til 01:00.

Settar verða upp viðeigandi merkingar á framkvæmdasvæðinu.

Við biðjumst velvirðingar á öllum truflunum sem þetta kann að valda.

Sjá hjálagða yfirlitsmynd.

Fífuhvammsvegur endurnýjun umferðarljósa