Örfá pláss eru laus í garðlöndum Kópavogs í Víðgrund, Kjarrhólma og Núpalind. Í Kjarrhólma og Núpalind er hægt að sækja um hefðbundin skika eða ræktunarkassa sem er nýbreytni í ár.
Frá og með mánudeginum 3.júní breytist símatími byggingarfulltrúa þannig að hann verður frá 10-11 mánudaga til fimmtudaga. Viðtalstími verður 11-12 þriðjudaga og fimmtudaga.
Verkefnið Kveikjum neistann verður innleitt í 1. og 2. bekk Lindaskóla á næsta ári og var undirritaður samningur þess efnis í vikunni af Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra Kópavogs, Margréti Ármann skólastjóra Lindaskóla og Helga Rúnari Óskarssyni stjórnarformanni Setursins.