17. júní í Kópavogi

Hátíðarhöld 17. júní í Kópavogi eru fyrir unga sem aldna og alltaf mikið á döfinni.
Hátíðarhöld 17. júní í Kópavogi eru fyrir unga sem aldna og alltaf mikið á döfinni.

Haldið verður upp á 17. júní í Kópavogi með metnaðarfullri dagskrá sem stendur allan daginn og fram á kvöld. Venju samkvæmt hefst dagskrá þjóðhátíðardagsins með skrúðgöngu sem við Menntaskólann í Kópavog klukkan 13.30. Skrúðgöngunni lýkur á Rútstúni þar sem við tekur hátíðar- og skemmtidagskrá sem stendur fram eftir degi. Á Rútstúni og í næsta nágrenni verða leiktæki og ýmis konar uppákomur. Þá verða krakkahestar, leiktæki. andlitsmálning og viðburðir Skapandi sumarstarfa á útivistarsvæðinu við Menningarhús Kópavogs. 

Um kvöldið er boðið upp á stórtónleika á Rútstúni sem hefjast kl. 19.30. Fram koma meðal annars Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og SSSól.

Dagskrá 17. júní í Kópavogi:

10.00:17. júní hlaup

Hið árlega 17. júní hlaup fyrir börn í 1. -6. bekk verður við Kópavogsvöll og. Sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir fá verðlaunapening.

13.30: Skrúðganga

Skrúðganga frá Menntaskólanum í Kópavogi að Rútstúni. Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs. Nýstúdent og Fjallkona leiða gönguna sem hefst 13.30.

14.00: Hátíðar- og skemmtidagskrá á Rútstúni.

Kynnar: Björgvin Franz og Þorleifur Einarsson

Skólahljómsveit Kópavogs spilar undir stjórn Jóhanns Björns Ævarssonar

Bæjarstjóri Kópavogs, Ármann Kr. Ólafsson

Nýstúdent flytur ræðu

Fjallkona flytur ljóð 

Villi og Sveppi

Skoppa og Skrítla

Fjarskaland

Sigurvegari söngkeppni félagsmiðstöðva Kópavogs

Svala

Aron Hannes

Jón Jónsson ásamt hljómsveit

Á Rútstúni og víðar

Götuleikhús Kópavogs verður á flakki með alls kyns sprell.

Leiktæki, barnatjald fyrir 0-5 ára, hoppukastalar, veltibíll, andlitsmálun og fleira.

Íþrótta- og æskulýðsfélög verða með sölutjöld á Rútstúni.

Hjálparsveit skáta í Kópavogi verður við enda Vallargerðisvallar. Veitingasala, klifurveggur og sveitin sýnir tæki og búnað.

11.00-17.00: Gerðarsafn

Gerðarsafn og Garðskálinn verða í hátíðarskapi á 17.júní. Enginn aðgangseyrir er í safnið í tilefni dagsins og bjóða skapandi sumarstörf upp á fjölbreytta viðburði. Rannveig Jónsdóttir og Sigrún Gyða Sveinsdóttir aka. DJVHS sýna myndbands og hljóðverkið Umhverfismál, rusl og mávur: Dúett fyrir píanó og bæjarstjóra. Sólbjört Sigurðardóttir og Friðrik Margrétar-Guðmundsson flytja verkið That Epic Glow og KOLLEKTÍV hópurinn flytur tónlistargjörning. 

Útisvæði við Menningarhús Kópavogs

Gerðarsafn verður opið kl. 11-17. Veitingastaðurinn Garðskálinn opinn að venju.  Leiktæki fyrir börnin, Skapandi sumarhópar úr Molanum, Krakkahestar, andlitsmálun og fleira. 

14.00 Hátíðarkaffi í félagsmiðstöðinni Gjábakka

Fjáröflun til styrktar starfsemi íþróttafélagsins Glóðar. Kaffihlaðborð kr. 2.000, 500 fyrir börn.

Atriði frá Skapandi sumarhópum Molans.

Kristjana Stefánsdóttir og Svavar Knútur

19.30-22.00 Stórtónleikar á Rútstúni

Um kvöldið verða stórtónleikar á Rútstúni. Fram koma Birnir, Reykjavíkurdætur, Emmsjé Gauti og SSSól. Kynnir Eva Ruza.