- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fatlað fólk
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
Dagskráin í Kópavogi á þjóðhátíðardaginn afar metnaðarfull venju samkvæmt. Dagskrá hátíðarhalda hefst með skrúðgöngu við Menntaskólann í Kópavogi klukkan 13.30 og henni lýkur með stórtónleikum á Rútstúni.
Það eru sjálfir Stuðmenn sem ljúka kvöldtónleikunum en meðal annarra skemmtikrafta eru Amabadama og Herra Hnetusmjör.
Skátafélagið Kópar og Skólahljómsveit Kópavogs leiða skrúðgönguna ásamt Skólahljómsveit Kópavogs.
Á Rútstúni verður Sigyn Blöndal kynnir og meðal þeirra sem koma fram eru Salka Sól sem Ronja ræningjadóttir, Sigga og María úr Söngvaborg og Karíus og Baktus.
Á Rútstúni verða einnig leiktæki og veitingasala. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira.
Þá er einnig dagskrá á túninu við Menningarhúsin í umsjón Skapandi sumarstarfa í Kópavogi. Menningarhúsin eru opin þennan dag frá 13-17.
Kvöldtónleikar hefjast klukkan 19.30.
Dagskrá 17. júní í Kópavogi:
10.00: 17. júní hlaup
Hið árlega 17. júní hlaup fyrir börn í 1. -6. bekk verður við Kópavogsvöll og sannkölluð fjölskyldustemning þar sem allir fá verðlaunapening.
13.30: Skrúðganga
Skátafélagið Kópar ásamt Skólahljómsveit Kópavogs leiða skrúðgönguna sem leggur af stað frá Menntaskólanum í Kópavogi klukkan 13.30 og lýkur henni á Rútstúni, en þar tekur við hátíðar- og skemmtidagskrá.
14.00-17.00: Skemmtiatriði á Rútstúni
Bæjarstjóri flytur ávarp, fjallkonan fer með ljóð og nýstúdent flytur hugleiðingar ungs fólks á þjóðhátíðardegi. Skólahljómsveit Kópavogs leikur ættjarðarlög undir fánaborg frá Skátafélaginu Kópum. Sigyn Blöndal sér um að kynna dagskrána á sviðinu. Fram koma meðal annara Ronja ræningjadóttir, Sigga og María úr Söngvaborg og Karíus og Baktus.
14.00-18.00: Leiktæki og skemmtun
Auk dagskrár á stóra sviðinu er ýmislegt annað til skemmtunar. Á Rútstúni verða hoppukastalar, andlitsmálun og stórt tjald með leiktækjum fyrir börn að fimm ára aldri. Götuleikhús Kópavogs skemmtir í skrúðgöngunni, Hjálparsveit Skáta í Kópavogi verður með búnaðarsýningu við enda Vallargerðisvallar, boðið verður upp á andlitsmálun og íþrótta- og tómstundafélög sjá um veitingasölu á svæðinu. Á sundlaugarplaninu verða tívolítæki, veltibíll, og fleira.
11.00-17.00: Gerðarsafn, Bókasafn Kópavogs og Náttúrufræðistofa Kópavogs eru opin.
14.00-17.00: Túnið við Gerðarsafn og söfn Kópavogsbæjar.
Líkt og undanfarin ár verður dagskrá á túninu við Gerðarsafn. Gerðarsafn og Skapandi sumarstörf hjá Kópavogsbæ verða í samvinnu með ýmsar uppákomur, teymt verður undir börnum á hestum, andlitsmálun, hoppukastalar, bubbluboltar og leiksvæði fyrir börnin.
19.30-22.00 Stórtónleikar á Rútstúni
Um kvöldið verða stórtónleikar á Rútstúni. Þeir hefjast kl. 19.30 og standa til kl. 22:00. Fram koma Aron Mex og Alexos, 200 Mafia, Amabadama, Herra Hnetusmjör og Stuðmenn