- Íbúar
- 0-6 ára börn
- Grunnskólaaldur
- Ungmenni
- Námskeið fyrir börn og fjölskyldur
- Heimili
- Fólk með fötlun
- Eldra fólk
- Félagsleg úrræði
- Stuðningur við börn og fjölskyldur þeirra
- Þjónustuver og neyðarsímar
- Mannlíf
- Umhverfi
- Stjórnsýsla
201 Smári er heiti 620 íbúða byggðar sem mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar. Hugmyndafræðin að baki 201 Smára byggir á nútímalegri nálgun skipulags, uppbyggingar og hönnunar sem ekki hefur verið boðið upp á áður hér á landi. Almenningi gefst tækifæri á að hafa áhrif á hönnun og útfærslu hverfisins og íbúðanna með beinum hætti meðal annars með aðstoð gagnvirks vefsvæðis. Þá hefur verið sett upp kynningarrými um hverfið í Smáralind.
Um er að ræða uppbyggingu í grónu hverfi þar sem hægt er að sækja nánast alla þjónustu í næsta nágrenni ásamt því að stutt er í Smáraskóla og íþróttasvæði Breiðabliks. Ný borgarlína mun síðan styðja enn frekar við staðsetninguna til framtíðar. Áhersla verður á fjölbreytileika í stærðum íbúða og áhersla er á að skapa góðar aðstæður fyrir fjölskyldufólk. Íbúðirnar verða frá um 50 fermetrum að stærð, og áhersla á vel skipulagðar tveggja til fjögurra herbergja íbúðir.
Efnt verður til nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorgið í 201 Smára. Kynning á uppbyggingu hverfisins verður haldin í Smáralind og hefst í dag. Á sama tíma verður tekin í notkun gagnvirk síða þar sem fólki gefst kostur á að svara könnun sem hugmyndin er að nýta fyrir hönnun og uppbyggingu á byggingareitnum 201 Smári.
Nánar um hvernig gagnvirki vefurinn virkar má sjá á vefsíðunni 201.is og nánari upplýsingar um hverfið er að finna inná facebook.com/201smari.