25 ár hjá Kópavogsbæ

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og starfsmenn sem náðu þeim áfanga 2019 að hafa unnið 25 ár hjá bæn…
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og starfsmenn sem náðu þeim áfanga 2019 að hafa unnið 25 ár hjá bænum. Efri röð: Birgitta Bjargmundsdóttir, Vigdís Ólafsdóttir, Sóley Gyða Jörundsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Dal sem tók við viðurkenningu fyrir hönd Rannveigar Guðmundsdóttur matráðs hjá Dal, Helga Harðardóttir. Fremri röð: Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, Eyrún Magnúsdóttir.

Sjö starfsmenn Kópavogsbæjar voru heiðraðir fyrir að hafa náð þeim áfanga 2019 að hafa unnið í 25 ár hjá bænum. Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri Kópavogs afhenti viðurkenninguna við hátíðlega viðhöfn í Salnum í Kópavogi. Að þessu sinni skipuðu hópinn sjö konur, fjórar vinna í leikskólum bæjarins, ein er kennari, ein vinnur í heimaþjónustu og ein á launadeild. Nöfn þeirra og starfsstöð er eftirfarandi:

Birgitta Bjargmundsdóttir, deildarstjóri á leikskólanum Álfaheiði.

Eyrún Magnúsdóttir, kennari Lindaskóla.

Guðbjörg Halldóra Ólafsdóttir, leikskólakennari Efstahjalla.

Helga Harðardóttir, launafulltrúi á launadeild Kópavogsbæjar.

Ingibjörg Erna Sigurðardóttir, leikskólanum Grænatúni

Rannveig Guðmundsdóttir, matráður í leikskólanum Dal

Vigdís Ólafsdóttir, heimaþjónustunni hjá Kópavogsbæ