25 ára starfsafmæli

Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og starfsmenn sem fögnuðu 25 ára starfsafmæli hjá bænum árið 2018. …
Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri og starfsmenn sem fögnuðu 25 ára starfsafmæli hjá bænum árið 2018. Frá vinstri, Dagný Björk Pjetursdóttir, Bergljót Hreinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir og Guðdís Guðjónsdóttir.

Fjórir starfsmenn fengu viðurkenningu fyrir 25 ára starf hjá bænum á árinu 2018. Bæjarstjóri, Ármann Kr. Ólafsson, veitti viðurkenninguna og þakkaði fyrir vel unnin störf hjá bænum.

Viðurkenningu fengu:

Guðdís Guðjónsdóttir kennari við Hörðuvallaskóla. Guðdís hefur unnið í Hörðuvallaskóla frá haustinu 2018 en var þar áður í 25 ár á leikskólanum Kópasteini.

Sigríður Jónsdóttir leikskólakennari í Fögrubrekku. Sigríður hefur unnið hjá bænum frá 1. febrúar 1993 og allan tímann í Fögrubrekku.

Bergljót Hreinsdóttir deildarstjóri á Marbakka. Bergljót hóf störf í afleysingum á Marbakka árið 1986, áður en hún lauk námi, og hefur starfað þar samfellt frá 10. áratugnum.

Dagný Björk Pjetursdóttir, sem sér um sérúrræði á velferðarsviði. Dagný hefur fengist við ýmis störf hjá Kópavogsbæ fyrir utan núverandi starf, verið tómstundafulltrúi, flokkstjóri og umsjónarmaður Skólagarða. Þá hefur hún kennt dans í skólum og leikskólum bæjarins og setið í árshátíðarnefnd frá 2006.