846 sóttu um sumarstarf í Kópavogi

Vinnuskóli Kópavogs
Vinnuskóli Kópavogs

Alls sóttu 846 um sumarstarf í Kópavogi en umsóknarfrestur rann út þann 8. apríl. Það eru 63 færri umsóknir en í fyrra en þá sóttu 909 um sumarstörf. Aldursdreifing umsækjenda breyttist aðeins á milli ára, hlutfallslega fleiri umsækjendur eru eldri en 21 árs en í fyrra.

Í ár voru 301 umsækjandi á aldrinum 18-20 ára eða 36 prósent, en 545 eða 64 prósent eldri en 21 árs. Í fyrra voru 40 prósent umsækjenda 18 til 20 ára en 60 eldri en 21 árs.

Samtals voru 66 störf sem hægt er að velja á milli þegar umsókn er skilað inn. Sum störfin gera ráð fyrir að ákveðnum lágmarksaldri hafi verið náð. Engin takmörk eru á því hversu mörg störf hver og einn umsækjandi getur sótt um. Alls hafa bárust 3.275 umsóknir frá 846 umsækjendum. Flestir umsækjendur notfæra sér það að geta sótt um mörg störf og að meðaltali sækir hver umsækjandi um 3,9 störf sem er svipað og fyrri ár.

Kópavogsbær mun ráða alla sem sækjast eftir sumarstarfi hjá bænum. Störfin sem eru í boði eru eins og áður segir 66 talsins og vinnustaðirnir þar af leiðandi margir.