AA-samtökin með aðstöðu í Hvíta húsinu

AA-samtökin með aðstöðu í Hvíta húsinu
AA-samtökin með aðstöðu í Hvíta húsinu

AA-samtökin í Kópavogi hafa nú gert samning við Kópavogsbæ um leigu á efri hæð hússins að Dalbrekku 4. Samningurinn var undirritaður nýverið af þeim Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra og Sverri Steini Sverrissyni, fyrir hönd AA-samtakanna. Húsnæðið er nefnt Hvíta húsið en þar starfa tíu deildir samtakanna og eru fundnir haldnir reglulega.

Samtökin voru áður til húsa að Digranesvegi 12 en leigutíminn þar rann út í upphafi árs. Bæjarráð óskaði þá eftir því að samtökunum yrði boðin afnot af öðru húsnæði í eigu bæjarins.

Fyrir valinu varð Dalbrekka 4 og fluttu samtökin þar inn fyrr á árinu þótt samningurinn hafi fyrst verið undirritaður nú.

Samningurinn er til næstu fjögurra ára.

Á myndinni hér að neðan eru: Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs, Héðinn Sveinbjörnsson, formaður frístunda- og forvarnarnefndar, Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri, Sverrir Steinn Sverrisson frá AA-samtökunum og Ómar Stefánsson, varaformaður bæjarráðs.

Hvíta húsið