Aðgengi í tengslum við Bieber-tónleika

Lokanir vegna tónleika með Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi.
Lokanir vegna tónleika með Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi.

Undirbúningur vegna tónleika Justin Bieber í Kórnum í Kópavogi 8.og 9. september er í fullum gangi. Lokað verður fyrir umferð í nánasta umhverfi við Kórinn á tónleikadögunum, fyrir aðra en íbúa. Þeir fá umferðapassa sem dreift verður í hús 5. september. Til þess að allt fari vel fram eru tónleikahaldarar, Sena, í nánu samstarfi við Kópavogsbæ, lögreglu og Strætó.

Tónleikagestir eru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla, ganga eða hjóla. Fríar ferðir verða frá Smáralind. Bílar með fjóra eða fleiri í bílnum geta lagt á bílastæði í grennd við Kórinn.

Þess má geta að með pössum sem dreift verður í hús til íbúa í hverfinu munu fylgja nákvæmar leiðbeiningar og kort yfir hjáleið.

Á heimasíðu tónleikahaldara, Senu, er að finna upplýsingar um allt sem tengist aðgengismálum í tengslum við tónleikana.