Aðgerðaáætlun gegn hávaða

Kópavogsbær
Kópavogsbær

Kópavogsbær kynnir bæjarbúum nú drög að aðgerðaáætlun gegn hávaða fyrir árin 2013 til 2018. Áætlunin hefur það að markmiði að draga úr hávaða og óæskilegum áhrifum hans, til dæmis með því að setja hljóðmanir milli akbrauta og íbúðarhverfa. Áætlunin er til kynningar til 3. júlí nk. og geta bæjarbúar á þeim tíma gert athugasemdir við hana.

Aðgerðaáætlunina má finna á vef Umhverfisstofnunar.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér áætlunina og senda athugasemdir, ef einhverjar eru, til umhverfisfulltrúa Kópavogsbæjar, Sólveigar H. Jóhannsdóttur, í gegnum netfangið solveighj(hjá)kopavogur.is.

Kópavogsbær mun að loknum kynningartíma taka allar athugasemdir sem borist hafa til umfjöllunar og gera breytingar á áætluninni ef ástæða þykir til.

Gert er ráð fyrir því að áætlunin liggi svo fyrir í haust. Bæjarstjórn gefur endanlegt samþykki.