Aðrein að Hafnarfjarðarvegi lokað

Hjáleið vegna lokunar aðreinar að Hafnarfjarðarvegi 13. ágúst til 7. september.
Hjáleið vegna lokunar aðreinar að Hafnarfjarðarvegi 13. ágúst til 7. september.

Aðrein að Hafnarfjarðarvegi, frá hringtorgi við Borgarholtsbraut að Hafnarfjarðarvegi, verður lokuð frá 13. ágúst til 7. september vegna gatnagerðar. Hjáleið að Hafnarfjarðarvegi verður opnuð á meðan.

Í framkvæmdinni felst endurgerð stofnbrautarrampa í stað núverandi rampa frá Borgarholtsbraut að Hafnarfjarðarvegi með útkeyrslu inn á Kópavogsbraut. Verkið felst aðallega í gerð tengibrautar frá Borgarholtsbraut niður á nýtt torg á Kópavogsbraut. Frá torginu mun koma stofnbrautarrampur inn á Hafnarfjarðarveg.

Á meðan á verkinu stendur verður opnuð  bráðabirgðarleið að Hafnarfjarðarvegi í gegnum fyrirhugað hringtorg við Kópavogsbraut. Settar verða upp umferðar- og öryggismerkingar vegna framkvæmdarinnar og hjáleiðarmerkingar til að auðvelda aðgengi í kringum framkvæmdina. Aðkoma inn á Kópavogsbraut og inn á Hafnarfjarðarveg verður á meðan framkvæmdum stendur frá Borgarholtsbraut – Urðarbraut – Kópavogsbraut, sjá meðfylgjandi yfirlitsmynd sem einnig má finna hér.

Verktakafyrirtækið Hálsafell ehf. sér um framkvæmd verksins.