Aðventa í Kópavogi

Jólaljós í Kópavogi.
Jólaljós í Kópavogi.

Ekki verður efnt til hefðbundinnar aðventuhátíðar í Kópavogi vegna samkomutakmarkana en hefðin er að halda slíka hátíð daginn fyrir fyrsta sunnudag í aðventu.

Hátíðin hefur farið fram í menningarhúsunum í Kópavog og náð hápunkti með útiskemmtun þegar tendrað er á jólatréi bæjarins.

Það verður þó á sínum stað eins og önnur jólaljós og skreytingar en unnið er að því þessar vikurnar að setja það upp.

Þá eru menningarhúsin opin og ýmsir viðburðir á dagskrá í þeim í aðdraganda jóla, í samræmi við gildandi samkomutakmarkanir og reglur.

Vefsíða menningarhúsanna