Aðventuhátíð í Kópavogi

Aðventuhátíð í Kópavogi
Aðventuhátíð í Kópavogi

Fjölbreytt dagskrá verður á Aðventuhátíð í Kópavogi sem fram fer þann 1. desember frá 13.00-17.00. Allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi á hátíðinni sem líkt og undanfarin ár fer fram í og við Menningarhúsin í Kópavogi. Útiskemmtun hefst klukkan 16, þá er tendrað á tré og slegið upp balli með skemmtilegum gestum. Velkomin á Aðventuhátíðina.

Dagskrá

13.00-16.00

Fjölbreytt dagskrá í Menningarhúsunum

13.00 og 15.00 Jólakötturinn í Bókasafni og Náttúrufræðistofu

14.00 Strákurinn sem týndi jólunum í Salnum.

13.00-16.00 Föndur á Bókasafni og listsmiðja í Gerðarsafni. Nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs leika jólalög. Jólastemning í Pure Deli í Gerðarsafni allan daginn

13.00-17:00

Jólamarkaður á útivistarsvæði, gæðavörur frá Búrinu, Hanna+Keramik, Bjarteyjarsandi, Möndlubásnum, Jólaspilinu og Pure Deli

16.00-17.00

Tendrað á ljósum jólatrésins

Skólahljómsveit Kópavogs spilar jólasyrpu.

Margrét Friðriksdóttir, forseti bæjarstjórnar, ávarpar gesti

Gosi og Ósk kynna og skemmta

Jólaball með óvæntum gestum

13.00-17.00

Félagsmiðstöðin Gjábakka

Laufabrauðsdagur Gjábakka. Allir velkomnir í jólastemninguna og huggulegheitin.

Kaffi, súkkulaði og veitingar verða afgreiddar í kaffiteríu. Handverksmarkaður opnar og laufabrauðsgerðin hefst.
Samkór Kópavogs syngur jólalög kl 13.00.
Tónlistaratriði, Jólabjöllurnar koma fram kl 13.30.
Flautukvartett frá Skólahljómsveit Kópavogs kl 15.00

 13.00-17.00

Midpunkt. Hamraborg 22.

Sólhvarfahátíð Midpunkts. Desember sýning Midpunkts “Myrkur Markaður” opnar dyr sínar 1. desember kl 13:00 og verður húsið opið fram eftir kvöldi. Opnunar partý sýningarinnar verður kl 17:00 og er gestum og gangandi boðið upp á veitingar.

Í myrkasta mánuði ársins hafa um tylft listamanna ákveðið að hjúfra sig saman til að halda á sér hita inn í nýjasta menningarhúsi Kópavogsbæjar, Midpunkt. Þau tefla fram gamalkunnum verkum sem gestir geta keypt ef þá vantar listræna jólagjöf, en einnig verður hæg að njóta listaverkanna á opnunartíma Midpunkts.

13:00 - 17:00

ART STUDIOS. Auðbrekku 6, Morm-X húsið.

Opið hús í ART STUDIOS, í húsinu eru um 20 vinnustofur og 23 listamenn, verkin sem vera til sýnis er texill, keramik, grafík og myndlist sem eru unnin er í olía og vatnslit. Allir velkomnir og boðið verður upp á léttar veitingar.