Aðventuhátíð í Kópavogi

Frá aðventuhátíð 2018.
Frá aðventuhátíð 2018.

Laugardaginn 30. nóvember verður haldin aðventuhátíð Kópavogs. Tendrað er á jólatré bæjarins klukkan fjögur og þá hefst útiskemmtun og jólaball sem Salka Sól stýrir með aðstoð jólasveina.

Jóladagskráin hefst þó mun fyrr en glæsilega dagskrá verður fyrir alla fjölskylduna í Menningarhúsunum í Kópavogi frá klukkan eitt og á sama tíma opnar jólamarkaður í húsum á útisvæðinu við Menningarhúsin. Árlegur laufabrauðsdagur verður í félagsmiðstöð eldri borgara Gjábakka frá klukkan eitt. Þá verður upplestur í gallerí Midpunkt í Hamraborg síðdegis.

Dagskrá aðventuhátíðar

13:00 - 16:00 Gerðarsafn | Jólakortasmiðja og pólskt jólaskraut.

13:00 - 16:00 Bókasafn Kópavogs | Gjafapokar, poppskraut, jólaperl og jólaskrautsskiptimarkaður.

13:00 - 16:00 Náttúrufræðistofa | Jólatré úr litskrúðugum myndum gesta.

13:00 - 16:00 Gjábakki | Laufabrauðsgerð og jólastemning

14:00 - 14:40 Salurinn | Jólastepp-tónleikar í fordyri Salarins með Völu Guðnadóttur sem fær til liðs við sig steppdansara, gestir geta tekið undir í söng og hreyfingum.

15:45 - 16:00 Útivistarsvæði | Skólahljómsveit Kópavogs leikur jólasyrpu.

16:00 - 17:00 Útivistarsvæði | Skemmtun á útisviði, forseti bæjarstjórnar tendrar ljósin á jólatrénu ásamt ungum Kópavogsbúum. Salka Sól og jólasveinar skemmta.

16:00 Midpunkt | Upplestur

Kvennakór og Karlakór Kópavogs, flautukór úr skólahljómsveit Kópavogs og nemendur úr Tónlistarskóla Kópavogs koma fram í Gerðarsafni og á Gjábakka.

Jólakofar á útivistarsvæði, söluaðilar eru:
Bjarteyjarsandur - Mariella Thayer keramiker - Rauði krossinn - Vinnustofan Ás - Pure Deli - Möndlubásinn

Allir dagskrárliðir eru ókeypis og öll velkomin.