Aðventuhátíð Kópavogs

Aðventuhátíð Kópavogs er haldin ár hvert.
Aðventuhátíð Kópavogs er haldin ár hvert.

Hin árvissa aðventuhátíð Kópavogsbæjar verður haldin dagana 2. -3. desember. Dagskráin hefst kl. 12 laugardaginn 2. desember með opnun jólamarkaðar við Menningarhúsin þar sem seldar verða sælkeravörur, möndlur og kakó. Á sama tíma hefst fjölbreytt dagskrá menningarhúsanna sem sérstaklega er sniðin að yngri kynslóðinni. Klukkan 16 sama dag verður slegið upp jólaballi á torgi menningarhúsanna þar sem fjöldi skemmtikrafta koma fram, tendrað verður á jólatréinu og jólasveinar leiða söng og dans.

Dagskrá - yfirlit

12.00-16.00: Skemmtileg jóladagskrá í Menningarhúsum Kópavogs: Bókasafni Kópavogs, Náttúrufræðistofu, Gerðarsafni og Salnum. Meðal þess sem boðið er upp á er spilahorn og föndur í Bókasafninu, jólaleikrit í Salnum og föndur í Gerðarsafni.

12.00-17.00: Jólamarkaður í jólahúsum við Menningarhúsin. Sælkeravörur, möndlur og kakó til sölu.

16.00: Útiskemmtun hefst. Skólahljómsveit Kópavogs leikur syrpu og Margrét Friðriksdóttir forseti bæjarstjórnar ávarpar gesti. Lalli töframaður leikur listir sínar, Villi og Sveppi skemmta og jólasveinar dansa í kringum jólatréið.

13.00-16.00: Árlegur laufabrauðsdagur í félagsmiðstöð eldri borgara, Gjábakka.

13.00-17.00: Listamenn í Auðbrekku og Hamraborg opna vinnustofur sínar.

Á sunnudeginum 3. desember er jóladagskrá í Bókasafninu, Gerðarsafni og Náttúrufræðistofu Kópavogs

Ítarlega dagskrá er að finna í bækling hátíðarinnar. Þar er einnig að finna jóladagskrá menningarhúsanna í Kópavogi. Sjá hér að neðan:

Aðventuhátíð - bæklingur