Aðventukaffi í Héraðsskjalasafni

Smárit Sögufélagsins og Héraðsskjalasafnsins: Vatnsendi. Úr Heiðarbýli í þétta byggð.
Smárit Sögufélagsins og Héraðsskjalasafnsins: Vatnsendi. Úr Heiðarbýli í þétta byggð.
Sögufélag Kópavogs efnir til aðventukaffis á opnu húsi laugardaginn 7. desember milli klukkan 15:00 og 17:00 í húsnæði Héraðsskjalasafns Kópavogs að Digranesvegi 7, gamla pósthúsinu. Sýnd verða kvikmyndabrot úr Kópavogi frá 1934-1965 sem félagið sýndi á síðasta spjallfundi sínum og starfsmenn safnsins verða til skrafs og ráðagerða um meðhöndlun fjölskylduskjalasafna, ljósmynda o.fl. 

Ekki verður um formlega dagskrá að ræða, heldur létt spjall um gamla tíma og gömul kynni rifjuð upp.

Smárit Sögufélagsins og Héraðsskjalasafnsins verða til sölu  og er tilvalið að lauma þeim í jólapakka Kópavogsbúa, núverandi, fyrrverandi og verðandi. 

Allir velkomnir hvenær sem er milli klukkan 15:00 og 17:00 sem fyrr segir.