Ærslabelgur við Menningarhúsin

Ærslabelgur við Menningarhúsin.
Ærslabelgur við Menningarhúsin.

Mikið fjör hefur verið á túninu við Menningarhúsin í Kópavogi eftir að Ærslabelgur var settur upp þar í liðinni viku. Ærslabelgurinn var tekinn formlega í notkun á afmæli bæjarins 11.maí. Notendur eru minntir á að fara úr skóm þegar brugðið er á leik á belgnum. Einnig hafa verið settir upp ný borð og bekkir á túninu.

Ærslabelgurinn verður tímastilltur þannig í sumar að loft verður í belgnum milli 8.00 og 22.00.