Ærslabelgurinn blásinn upp á ný

Ærslabelgur á túninu við Menningarhúsin
Ærslabelgur á túninu við Menningarhúsin

Ærslabelgurinn á túninu við Menningarhúsin í Kópavogi hefur verið settur í gang. Eins og undanfarin sumur er hann aðeins uppblásinn á daginn, frá kl. 8:00-22:00.

Minnt er á að gæta varkárni vegna Covid-19. Tveggja metra reglan er enn í gildi meðal fullorðinna, þó að hún hafi verið afnumin í skólastarfi.

Notendur ærslabelgsins eru beðnir um að fara að leiðbeiningum varðandi notkun þegar brugðið er á leik á belgnum, en leiðbeiningarskilti er á staðnum.