Afmælismyndasýning Kópavogs

Ein myndanna sem verða til sýnis á myndasýningunni
Ein myndanna sem verða til sýnis á myndasýningunni

Myndasýning sem sett var upp fyrir afmælistónleika bæjarins í Kórnum er nú aðgengileg á vef bæjarins. Í tilefni sextíu ára afmælis bæjarins var sett saman myndasýningu með gömlum myndum úr bænum. Myndirnar, sem var varpað á skjái til hliðar við sviðið í Kórnum, bregða upp svipmynd af Kópavogi í árdaga bæjarins og fram yfir aldamót. Efniviður myndanna er fjölbreyttur, mannlíf og bær í uppbyggingu.

Töluvert var spurt um sýninguna að loknum tónleikunum, marga tónleikagesti langaði til að rýna nánar í myndirnar. Því afráðið að gera myndirnar aðgengilegar á vefnum. Myndirnar voru valdar af Gunnari Marel Hinrikssyni skjalaverði á Héraðsskjalasafni Kópavogs og Helga Péturssyni tónlistarmanni sem var kynnir á afmælistónleikunum en sérlegir ráðgjafar voru Valdimar F. Valdimarsson starfsmaður Kópavogsbæjar og Þórður Guðmundsson formaður Sögufélags Kópavogs.