Verkfall Eflingar hófst á hádegi 9. mars.
Starfsfólk í Eflingu hóf ótímabundið verkfall á hádegi 9. mars. Hér má sjá samantekt á áhrifum þess á Kópavogsbæ. Upplýsingar verða uppfærðar.
Menntasvið
Það er verið að skoða í hverjum og einum skóla hvernig skólahald skerðist vegna þess að aðstæður eru afar ólíkar á milli skóla, bæði vegna hvernig gæsla í frímínútum er mönnuð, hvernig ræstingu er háttað og hvernig mötuneyti er skipulagt.
Allir skólar geta haldið samræmd próf fyrir 9. bekk þriðjudag til fimmtudags.
Öll mötuneyti nema í Smáraskóla eru lokuð. Mötuneyti í Smáraskóla verður með breyttu sniði, einfaldari matur og einfaldari framkvæmd.
Grunnskólar með allt ræstingarstarfsfólk í Eflingu sem eru í verkfalli núna
Kársnesskóli
Álfhólsskóli
Kópavogsskóli
Salaskóli
Leikskólar með allt ræstingarstarfsfólk í Eflingu
Furugrund, Fífusalir og Rjúpnahæð og svo Kópasteinn að hluta (tvö ræstingarsvæði og annað þeirra er ræst af verktaka)
Ákvarðanir um mögulegar lokanir á skólum og leikskólum vegna verkfalls ræstingarstarfsfólks verða teknar í samráði við heilbrigðiseftirlit og kynntar foreldrum og forráðamönnum í hverjum og einum skóla.
Starfsmenn sem sjá um ræstingu í Tröð sérúrræði, Frístundaheimilinu Hrafninum og Skólahljómsveit Kópavogs eru í Eflingu.
Stjórnsýslusvið
Starfsmenn sem sinna þrifum á Bæjarsskrifstofum og Menningarhúsum Kópavogs eru í Eflingu. Opnunartími og þjónusta er óbreytt í dag, mánudaginn 9.mars og á morgun þriðjudaginn 10. mars. Frekari áhrif tilkynnt síðar.
Umhverfissvið
Eftirfarandi þjónusta á vegum umhverfissviðs mun skerðast í verkfalli Eflingar:
- Vetrarþjónusta á tröppum og þröngum göngustígum þar sem vélar komast ekki að
- Umhirða á og við stofnanir bæjarins þ.m.t. við skóla og leikskóla
- Viðhald og uppsetning á umferðarmerkjum og skiltum
- Fylling á saltkistum
- Almenn þjónusta við stofnanir bæjarins
- Hreinsun niðurfalla og losun á stíflum á og í gatnakerfi bæjarins
- Útkeyrsla og viðgerðir á sorptunnum til fyrirtækja og einkaaðila
- Starfsemi Bílastæðasjóðs Kópavogs
- Bakvaktir og neyðarþjónusta falla niður sem m.a. hefur áhrif á að vetrarþjónustu göngu- og hjólaleiða sem og húsagata utan hefðbundins vinnutíma falla niður
- Starfssemi Vatnsveitu Kópavogs, neyðarþjónustu verður einungis sinnt
- Umhirða trjágróðurs
- Vetrarþjónusta á plönum og lóðum skóla og leikskóla
- Viðgerðir á leiktækjum við leikskóla
Velferðarsvið
36 starfsmenn heimaþjónustu í Eflingu fara í ótímabundið verkfall. Veitt hefur verið undanþága fyrir einn starfsmann heimaþjónustu sem mun sinna brýnustu innlitunum til skjólstæðinga en að öðru leyti fellur þjónustan niður. Aðeins verður veitt allra nauðsynlegasta þjónusta í heimahúsum, heimsóknir styttast og tímasetningar breytast.