Frá íbúafundi í Kársnesskóla.
Fimm íbúafundir verða haldnir í tengslum við hugmyndasöfnun í Okkar Kópavogi. Á Íbúafundum mæta íbúar hverfa í Kópavogi, fá kynningu á verkefninu og ræða svo sínar hugmyndir og tillögur í smærri hópurinn. Fundurinn velur svo bestu hugmyndirnar og þær komast í kosningu sem haldnar verða í ársbyrjun 2022.
Alls fara 20 hugmyndir úr hverju hverfi í kosningu og þar af allt að sjö af íbúafundi þannig að það að mæta á fund er áhrifarík leið til að koma hugmynd á framfæri.
Íbúafundirnir verða haldnir milli kl 17.00 og 18:30 á eftirfarandi stöðum:
- Fyrir íbúa á Kársnesi þriðjudaginn 21. september í Salnum.
- Fyrir íbúa á Digranesi verður fundur fimmtudaginn 23. september í safnaðarsal Digraneskirkju.
- Fyrir íbúa í Fífuhvammi (Lindir og Salir) mánudaginn 27. september í safnaðarsalur Lindakirkju.
- Fyrir íbúa í Smárahverfi fimmtudaginn 30. september í veislusal Breiðabliks (stúkan) í Smáranum.
- Fyrir íbúa í Vatnsenda þriðjudaginn 5. október í Hörðuvallaskóla.