Akstur á stórhátíðardögum um jól og áramót 2025/2026 fyrir fólk með fötlun og eldra fólk verður sem hér segir:
- Aðfangadagur jóla, 24. desember: 11:00-14:00
- Jóladagur 25. desember: 11:00-14:00
- Annar í jólum, 26. desember: 11:00- 24:00
- Gamlársdagur, 31. desember: 11:00-14:00
- Nýársdagur, 1. janúar: 11:00-14:00
Enginn akstur verður eftir 14:00 á aðfangadag jóla, 24. des, jóladag, 25. des, gamlársdag, 31. des og nýársdag, 1. jan.
Hjólastólabílar – undantekning
Hjólastólanotendur geta pantað ferðir sem fara á eftir klukkan 14:00 þessa stórhátíðardaga.
Nauðsynlegt er að panta „hjólastólabílana“ hjá akstursþjónustunni Teit fyrir 16. desember 2025 - eftir þann tíma er það ekki hægt.