Alþingiskosningar 2017

Kosið verður í Smáranum og Kórnum líkt og í kosningum undanfarin ár.
Kosið verður í Smáranum og Kórnum líkt og í kosningum undanfarin ár.

Kjörstaðir í Kópavogi í alþingiskosningum 28.október eru tveir, Smárinn og Kórinn

Kjörfundur hefst kl. 9.00 og lýkur kl. 22.00.

Íbúar vestan Reykjanesbrautar og í Lindahverf kjósa í íþróttahúsinu Smáranum, Dalsmára 5. Íbúar austan Reykjanesbrautar að frátöldum þeim sem búa í Lindahverfi kjósa í íþróttahúsinu Kórnum, Vallakór 12.

Atkvæðagreiðsla utankjörfundar á höfuðborgarsvæðinu fer fram í Smáralind, 2.hæð vestanmegin.

Nánari upplýsingar um kjörstaði og kjördeildir í Kópavogi.

Upplýsingar um kosningarnar er að finna á kosningavef dómsmálaráðuneytisins.