Appelsínugul - rauð - appelsínugul

Rauð viðvörun.
Rauð viðvörun.

Aftur er óveður í aðsigi og því er mikilvægt að fólk fylgist vel með veðri, færð og tilkynningum frá almannavörnum. Appelsínugul viðvörun vegna veðurs gildir síðdegis í dag frá kl. 16.00-19.00, en þá tekur við rauð viðvörun, sem gildir frá kl. 19:00-22.30. Við hvetjum fólk til að vera ekki á ferðinni að meðan rauða viðvörunin er í gildi.

Frá klukkan 22.30 til kl. 01:00 í nótt verður appelsínugul viðvörun í gangi. Frá kl. frá kl. 6:00 -13:00 á morgun er gul og appelsínugul viðvörun á höfuðborgarsvæðinu, en þar á milli verður er spáð suðvestan stormi með úrkomu á höfuðborgarsvæðinu fram yfir hádegi. Mikilvægt er fyrir foreldra að kynna sér leiðbeiningar um röskun á skólastarfi á appelsínugulu í fyrramálið. Sjá hér ( https://www.shs.is/hvad-get-eg-gert/roskun-a-skolastarfi)

Spáð er suðaustan hvassviðri eða stormi síðdegis og aftur seint í kvöld og fram yfir miðnætti, en suðaustan roki frá kl. 19:00-22:30.

Búast má við talsverðri rigningu eða snjókomu á meðan veðrið gengur yfir, snjórinn getur valdið ófærð á götum. Rigning og leysing getur valdið vatnselg og því þarf að reyna að tryggja að vatn komist í fráveitukerfi og til að forðast vatnstjón. Íbúar eru minntir á að huga að ræsum/niðurföllum við hús sín. Útlit er fyrir truflanir á samgöngum en upplýsingar um lokanir á helstu vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu er að finna á heimasíðu Vegagerðarinnar. Líkur eru á foktjóni og er fólki ráðlagt að ganga frá lausum munum. Verktökum er bent á að ganga vel frá framkvæmdasvæðum.

Förum varlega og verum ekki á ferðinni að nauðsynjalausu.