Áramót í Kópavogi

Flugeldar í Kópavogi um áramót.
Flugeldar í Kópavogi um áramót.

Hjálparsveit skáta stendur fyrir flugeldasýningu á gamlárskvöld klukkan níu.

Flugeldasýningin er staðsett austan Reykjanesbrautar, á Glaðheimasvæðinu. Hún er er sýnileg víða að, til að mynda úr Smárahverfi, Lindum, Sölum og sunnanverðu Digranesi. Þá er fjöldi bílastæði í næsta nágrenni, ef fólk vill njóta í bíl.

Engin brenna verður í Kópavogsdal sem ekki er lengur talinn heppilegur staður fyrir brennu vegna öryggis- og umhverfissjónarmiða. Sjá nánar.