Áramótabrennur í Kópavogi

Gamlárskvöld í Kópavogi.
Gamlárskvöld í Kópavogi.

Tvær brennur eru í Kópavogi um áramótin, í Kópavogsdal og Þingabrenna Gulaþingi.  

 Kveikt verður í báðum brennum klukkan 20.30. Flugeldasýning Hjálparsveita skáta sem haldin er hjá áramótabrennunni við Smárahvammsvöll hefst kl. 21.10.

Áramótabrennan við Smárahvammsvöll er fyrir neðan Digraneskirkju á sama stað og undanfarin ár á gamlárskvöld. Bílastæði eru við Digraneskirkju, á Smáratorgi og við Smáralind. Einnig eru stæði við suðurenda Fífunnar og við Fífuhvamm.

Árni Páll útvarpsmaður sér um að halda uppi fjörinu. Kynnir er Samúel Örn Erlingsson.