Fréttir & tilkynningar

Kort sem sýnir uppbyggingarsvæði í Kópavogi.

1300 íbúðir rísa á næstu árum

Í Kópavogi eru yfir 500 íbúðir í byggingu og verða yfir 120 þeirra tilbúnar næsta hálfa árið. Flestar þessarar íbúða eru í fjölbýlishúsum sem eru staðsett allt frá Kársnesi upp í efri byggðir Kópavogs. Gert er ráð fyrir að á næstu fjórum árum rísi um það bil 1300 íbúðir í Kópavogi, af öllum stærðum og gerðum.