Lokanir í Kópavogi 25.og 26.júlí

Víðtækar lokanir eru á vegum í Kópavogi 25.og 26.júlí.
Víðtækar lokanir eru á vegum í Kópavogi 25.og 26.júlí.

Eftirfarandi lokanir á götum verða í Kópavogi þriðjudaginn 25. júlí og miðvikudaginn 26. júlí.

Þriðjudaginn 25. júlí frá kl. 9:00 til 14:00 verður Rjúpnavegur lokaður vegna malbikunar á hringtorgi við Álmakór. Útbúin verður bráðabirgðahjáleið frá Rjúpnavegi að Álma- og Ásakór fyrir íbúa og neyðaraðila en ekki verður hægt að aka í gegnum hverfið eða að Vatnsendavegi. Vegfarendum er bent á að aka um Breiðholtsbraut eða Elliðavatnsveg (flóttamannaleið) á meðan lokun stendur.

Þriðjudaginn 25. júlí frá kl. 13:00 til 17:00 verður Vatnsendavegur lokaður vegna malbikunar á hringtorgi við Tröllakór. Hægt verður að aka um bráðabirgðahjáleið frá Markavegi til að komast til og frá Tröllakór. Að öðru leiti er bent á hjáleið um Kóraveg og Markaveg til að komast fram hjá framkvæmdasvæðinu.

Þriðjudaginn 25. júlí frá kl. 20:00 til 24:00 verður Vatnsendahvarf í átt að Breiðholtsbraut og Ögurhvarf lokað vegna malbiksfræsinga. Vegfarendur á leið út úr Vatnsendahverfinu þurfa að aka að Reykjanesbraut og um Breiðholtsbraut til að komast fram hjá lokuninni.

Miðvikudaginn 26. júlí frá kl. 20:00 til 24:00 er ráðgert að malbika Vatnsendahvarf og Ögurhvarf ef veður leyfir. Sama lokun og kvöldinu áður gildir fyrir þessa framkvæmd. Vegfarendur á leið út úr Vatnsendahverfinu þurfa að aka að Reykjanesbraut og um Breiðholtsbraut til að komast fram hjá lokuninni.

Vatnsenda- og Ögurhvarf

Tröllakór

Rjúpnavegur