01.04.2025
Samræmt flokkunarkerfi úrgangs verðlaunað
Sorpa bs. og Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu hlutu Teninginn, viðurkenningu Verkfræðingafélags Íslands fyrir framúrskarandi verkefni eða framkvæmd, fyrir samræmt flokkunarkerfi úrgangs á höfuðborgarsvæðinu. Teningurinn var afhentur á Degi verkfræðinnar á Hótel Nordica í dag, föstudaginn 28. mars.