Ársskýrsla Velferðarsviðs 2017

Skjaldarmerki Kópavogsbæjar
Skjaldarmerki Kópavogsbæjar

Í ávarpi sviðsstjóra, Aðalsteins Sigfússonar, kemur fram að með fjárhagslegri hagsæld undanfarið hafi dregið úr umssvifum fjárhagsaðstoðar og atvinnuráðgjafar. Tilkynningum til barnaverndar hafi fjölgað, meðal annars hefur veruleg fjölgun orðið í tilkynningum er varða vanrækslu barna. Þá er bent á að öldruðum fjölgi hraðar en öðrum aldurshópum í bænum sem kalli á áherslu í þjónustu við aldraða.

Velferðarsvið skiptist í ráðgjafa- og íbúðadeild, barnavernd, þjónustu- og ráðgjafadeild fatlaðra, þjónustu- og ráðgjafadeild aldraðra og almenna skrifstofu. Fjallað er um málaflokkana í skýrslunni sem finna má á vef Kópavogs.

Ársskýrsla Velferðarsviðs Kópavogs 2017.