Ása Arnfríður deildarstjóri lögfræðideildar

Ása Arnfríður Kristjánsdóttir.
Ása Arnfríður Kristjánsdóttir.

Ása Arnfríður Kristjánsdóttir hefur verið ráðin deildarstjóri lögfræðideildar Kópavogsbæjar.

Ása hefur starfað hjá Kópavogsbæ frá árinu 2009, fyrst sem lögfræðingur á velferðarsviði en sem lögfræðingur á lögfræðideild bæjarins eftir að hún var sett á laggirnar. Ása lauk prófi frá lagadeild Háskóla Íslands árið 2004 og öðlaðist málflutningsréttindi árið 2005. Áður en hún tók til starfa hjá Kópavogsbæ starfaði Ása meðal annars sem lögfræðingur Securitas og hjá DP-lögmönnum. 23 umsóknir bárust um stöðuna sem auglýst var síðastliðið sumar.