Aska ryksuguð úr botni Salalaugar

Sundlaugargestir njóta blíðunar í Salalaug á öðrum degi
Sundlaugargestir njóta blíðunar í Salalaug á öðrum degi

Salalaug í Kópavogi var lokað í einn og hálfan tíma í morgun á meðan verið var að ryksuga ösku og mold sem safnast hafði fyrir yfir nóttina í botni laugarinnar. Guðmundur Harðarson, forstöðumaður Salalaugar, segir að askan og moldin koma með austanáttinni. Áfram verði unnið að hreinsun næstu daga. Ekki þurfi þó að loka lauginni aftur.

„Starfsmenn eru alltaf á tánum við að halda lauginni hreinni og tærri fyrir sundlaugargesti," segir Guðmundur. Í austanáttinni sem nú gangi yfir hafi borist óvenju mikil aska og mold og því hafi verið gripið til þess ráðs í morgun að loka lauginni svo hægt væri að hreinsa hana betur.  Askan kemur frá Eyjafjallajökli og Grímsvötnum.

Laugin verður síðan hreinsuð eftir lokun næstu daga til að ná þeirri mold og ösku sem enn er að berast. Bakkar hafa einnig verið spúlaðir.

Guðmundur segir að starfsmenn leggi mikinn metnað í að laugin sé ávallt hrein og fín og að hreinsunin nú sé liður í því.