Auglýsing um lóð við Bláfjöll

Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.
Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.

Kópavogsbær auglýsir eftir aðila til að nýta lóð í upplandi Kópavogs við Bláfjöll.

Lóðin Bláfjallaleið 30 er afmörkuð innan þjóðlendu sem er innan lögsögumarka Kópavogs.

Um er að ræða 2002 m2 lóð með landeignarnúmerinu L233564 og fasteignanúmerinu F2522056.

Lóðin er innan Bláfjallafólkvangar, FS-5, og er á vatnsverndarsvæði. Allar framkvæmdir innan þess svæðis eru háðar samþykki heilbrigðiseftirlits vegna vatnsverndar og öll starfsemi á að vera á forsendum vatnsverndar.

Lóðin er afmörkuð á grundvelli gildandi aðalskipulags Kópavogs 2019-2040 og landnotkun skilgreind sem íþróttasvæði, ÍÞ-10. Skíðasvæði höfuðborgarsvæðisins er í Bláfjöllum og er rekið sameiginlega af sveitarfélögunum sem aðild eiga að Bláfjallafólkvangi

Stefnt skal að því að svæðið skuli skipulagt til skíðaiðkana en hvers konar mannvirkjagerð er háð samþykki Umhverfisstofnunar.

Um er að ræða leyfi með gildistíma frá 1. nóvember 2023 til 1. nóvember 2043 með möguleika á framlengingu til fimm ára í senn í allt að fjögur skipti, eða í heild til dagsins 1. nóvember 2063.

Þættir sem einkum verður litið til við ákvörðun um leyfisveitingu á umræddu svæði eru eftirfarandi, en ekki skal litið svo á að röðun þeirra gefi til kynna vægi einstakra skilmála innbyrðis:

  • Upplýsingar um hvernig umsækjandi hyggst nýta auglýsta lóð.
  • Að rekstri á lóðinni skal standa óhagnaðardrifið félag sem starfar í almannaþágu.
  • Þekking og reynsla umsækjanda af þjónustu og skipulagningu viðburða fyrir skíðaiðkenndur.

Öll nýting á lóðinni er á kostnað og ábyrgð leyfishafa. Á svæðinu stendur nú 18,4 fm. snyrting ásamt 35 fm. skála sem ekki er stöðuleyfi fyrir. Mannvirkið er í eigu Skíðagöngufélagsins Ulls sem hefur verið með starfsemi á svæðinu til þessa. Ef breyting verður á lóðarhafa á svæðinu verður nýjum lóðarhafa skylt að kaupa mannvirkið í samræmi við verðmat löggilts fasteignasala.

Um lóðarleigu fer samkvæmt reglum, staðfestum af fjármála- og efnahagsráðuneyti, um afgjöld fyrir afnot af landi í eigu ríkissjóðs.

Áhugasamir aðilar eru vinsamlegast beðnir um að senda tillögu að notkun á umræddu svæði til Kópavogsbæjar á netfangið logfraedideild(hjá)kopavogur.is,
eigi síðar en 20. október nk. kl. 13:00.

Bæjarlögmaður Kópavogs