Auglýst eftir tilnefningum og umsóknum um styrki

Jafnréttis- og mannréttindaráð auglýsir eftir tilnefningum vegna árlegrar jafnréttisviðurkenningar. Jafnframt auglýsir ráðið eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa mannréttindi og jafnrétti að leiðarljósi. Frestur til að skila inn tilnefningum og umsóknum rennur út 1. september nk.

Jafnréttisviðurkenningin verður nú veitt í tólfta sinn. Til greina koma allir þeir sem undanfarið ár hafa unnið að jafnréttis- og mannréttindamálum í Kópavogi. Menntaskólinn í Kópavogi hlaut viðurkenninguna á síðasta ári.

Styrkir jafnréttis- og mannréttindaráðs eru nú veittir í fyrsta sinn en heildarúthlutun er 400 þúsund krónur. Verkefnin geta verið samstarfs- eða þróunarverkefni, námskeið, þróun námsefnis, útgáfa eða annað.

Umsóknum og tilnefningum skal skila til jafnréttisráðgjafa Kópavogsbæjar, Ásu Arnfríðar Kristjánsdóttur, í gegnum netfang hennar: asakr(hjá)kopavogur.is. Einnig er hægt að senda póst á jafnréttisráðgjafann, Fannborg 4, 200 Kópavogur.

Frestur er sem fyrr segir til og með 1. september 2013.