Auglýst eftir umsóknum um viðurkenningar jafnréttis- og mannréttindaráðs Kópavogs.
Jafnréttis- og mannréttindaráð Kópavogs auglýsir eftir umsóknum um styrki til einstakra verkefna sem hafa framgang mannréttinda og jafnréttis í Kópavogi að markmiði.
Verkefni geta verið samstarfs- eða þróunarverkefni, námskeið, þróun námsefnis, útgáfa o.s.frv. Styrkir eru veittir einstaklingum, stofnunum, hagsmunasamtökum eða öðrum hópum. Heildarúthlutun er 400.000 kr.
Umsóknum skal skila eigi síðar en 16. október 2019 til: Jafnréttisráðgjafa, Digranesvegi 1, 200 Kópavogur eða asakr(hjá)kopavogur.is á eyðublaði sem nálgast má hjá jafnréttisráðgjafa.