Bæjarskrifstofur flytja

Starfsmenn Bæjarskrifstofa Kópavogs við Digranesveg 1. Myndin er tekin 19. janúar 2017, við fyrsta …
Starfsmenn Bæjarskrifstofa Kópavogs við Digranesveg 1. Myndin er tekin 19. janúar 2017, við fyrsta áfanga flutnings Bæjarskrifstofanna úr Fannborg á Digranesveg.

Hluti stjórnsýslusviðs Kópavogsbæjar flutti frá Fannborg 2 að Digranesvegi 1 í dag, fimmtudaginn 19. janúar . Þetta er fyrsti áfangi flutnings Bæjarskrifstofa Kópavogs í nýtt húsnæði.

Sá hluti sem flytur núna eru starfsmenn á fjórðu hæð Fannborgar 2 og hluti fyrstu hæðar en aðrir starfsmenn hússins flytja í vor og haust. Þjónustuver Bæjarskrifstofa verður í Fannborg 2 fram á vor.

Búast má við röskun á starfsemi stjórnsýslusviðs á morgun föstudaginn 20.janúar vegna flutninganna.