Bæjarstjóra bjargað af þakinu

Ásdís Kristjánsdóttir að lokinni giftusamlegri björgun.
Ásdís Kristjánsdóttir að lokinni giftusamlegri björgun.

Rýming bæjarskrifstofa Kópavogsbæjar að Digranesvegi 1 vegna elds og reyks var æfð klukkan 10 í dag. Samhliða fór fram björgunaræfing þar sem Ásdísi Kristjánsdóttur bæjarstjóra var bjargað af þaki byggingarinnar og í körfubíl. Jafnframt fóru reykkafarar inn í bygginguna og björguðu einstaklingi í hjólastól sem af 2. hæð.

Vel tókst til við æfinguna sem er liður í Eldvarnaátaki Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamannanu sem nú fer fram um allt land. Hún fór fram í samvinnu Landssambandsins, Kópavogsbæjar og Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Að björgun lokinni fór fram sýniskennsla í notkun slökkvibúnaðar og starfsfólki bauðst að spreyta sig á að slökkva elda. Starfsfólkið fékk jafnframt afhent eintak af handbók Eldvarnabandalagsins um eldvarnir heimilisins.