Tuttugasti fundur bæjarstjórnar 2023

Bæjarstjórn Kópavogs frá vinstri: Elísabet Berglind Sveinsdóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Berg…
Bæjarstjórn Kópavogs frá vinstri: Elísabet Berglind Sveinsdóttir, Theodóra S. Þorsteinsdóttir, Bergljót Kristinsdóttir, Hjördís Ýr Johnson, Andri Steinn Hilmarsson, Ásdís Kristjánsdóttir, Orri Vignir Hlöðversson, Helga Jónsdóttir, Sigurbjörg Erla Egilsdóttir, Sigrún Hulda Jónsdóttir, Kolbeinn Reginsson.

Bæjarstjórn Kópavogs fundar í dag, þriðjudaginn 12.desember, og er það síðasti reglulegi fundur ársins. Alls hefur bæjarstjórn fundað nítján sinnum á árinu og er fundurinn í dag því sá tuttugasti. Að jafnaði fundar bæjarstjórn annan og fjórða þriðjudag hvers mánaðar en tekur sér sumarleyfi og fer þá bæjarráð með umboð bæjarstjórnar. Fjórði þriðjudagur desember ber upp á annan í jólum og því ekki fundað þann dag.

Á síðasta fundi bæjarstjórnar fyrir sumarleyfi, 27.júní síðastliðinn, baðst Hannes Steindórsson Sjálfstæðisflokki lausnar og tók Elísabet Berglind Sveinsdóttir sæti hans en hún var fyrsti varamaður.

Fyrir seinni fundi bæjarstjórnar í nóvember var tekin mynd af bæjarstjórn eins og hún hefur verið skipuð seinni hluta árs 2023. 

Fundir bæjarstjórnar eru ætíð í beinni útsendingu sem nálgast má á vef Kópavogsbæjar. Upptökur og fundargerðir eru settar inn á vef Kópavogsbæjar.