Bætt lýsing og aukið umferðaröryggi

Aukin lýsing við göngustíg í Kórahverfi var valin af íbúum í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur.
Aukin lýsing við göngustíg í Kórahverfi var valin af íbúum í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur.

Nýverið var lokið við framkvæmdir við hringtorg við Hörðuvallaskóla til að bæta umferðaröryggi í hverfinu. Kópavogsbær réðst í framkvæmdir eftir að hafa fengið ábendingar frá íbúum, færði gangbrautir fjær hringtorgi og bætti lýsingu við þær gangbrautir sem eru á svæðinu. 

Auk þessa hefur verið stóraukin lýsing á göngustígnum frá Tröllakór að íþróttahúsinu Kórnum. Sú framkvæmd var valin af íbúum í kosningu í verkefninu Okkar Kópavogur síðasta haust.

 Nánar um verkefnið Okkar Kópavogur.

Vildu senda inn ábendingu? Skoðaðu íbúagátt Kópavogs.