Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð
Barnamenningarhátíð

Barnamenningarhátíð í Kópavogi fer fram vikuna 16. – 21. apríl en fjöldi smiðja fyrir grunnskólabörn fara fram í Menningarhúsunum.
Leirsmiðja fyrir 1. – 3. bekk í Náttúrufræðistofu, teiknismiðja fyrir 4. – 6. bekk í Gerðarsafni og stefnumót við rithöfund á Bókasafni Kópavogs fyrir 7. og 8. bekk. Auk þess verður leikskólabörnum boðið á sýningar á barnaóperunni Gilitrutt í Salnum. Laugardaginn 21. apríl verður fjölskyldum boðið að taka þátt í ýmiskonar smiðjum, upplifa marokkóska stemningu í Gerðarsafni og njóta sýningar á Gilitrutt saman.

Barnamenningarhátíð 2018